Vaxandi órói á skjálftamælum á Eyjafjallajökli bendir til að eldgos sé að hefjast eða sé hafið. Blaðamaður sunnlenska.is er staddur austan við Hvolsvöll og er skyggni lélegt að jöklinum.
Í samtali við RÚV segjast jarðvísindamenn á Veðurstofunni flest benda til þess að gos sé hafið en þó er ekki fullvissa um það. Skjálftahrinan er öflug og harðir skjálftar hafa t.d. fundist í Þórsmörk. Skálaverðir þar segja skjálftana mun harðari en í aðdraganda gossins þann 20. mars. Upptök skjálftanna eru tveimur til þremur kílómetrum SSV við toppgíginn.
(Fyrri myndatexti kl. 3:45 > Umferð er enn hleypt á Þjóðveg 1 en ökumenn eru stöðvaðir og látnir vita af aðstæðum.)