Vaxtarsprotar verðlaunaðir

Fyrir skömmu var haldin, á Hótel Heklu á Skeiðum, uppskeruhátíð Vaxtarsprota á Suðurlandi.

Sextán þátttakendur voru útskrifaðir eftir að hafa tekið þátt í verkefninu og setið námskeið undanfarna mánuði.

Þátttakendur hafa unnið að eigin hugmyndum sem tengjast atvinnusköpun í heimabyggð sinni. Verkefni þeirra eru fjölbreytt og á sviði matvælaframleiðslu, smáiðn­a­ðar, verslunar- og ferðaþjónustu.

Verkefnið er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og framkvæmd verkefnisins á Suðurlandi var unnin í samvinnu við Búnaðarsamband Suðurlands og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.

Alls hafa 180 manns lokið námskeiðum á vegum verkefnisins. Þessir aðilar hafa unnið að 145 verkefnum.

Fyrri greinFjölbreytt dagskrá á Eyrarbakka
Næsta greinOrkerað, fílerað og gimbað