Fyrsta vefmyndavélin sem horfir yfir Ölfusá hefur verið sett upp og er streymið komið í loftið. Vélin er staðsett við Bíóhúsið við Ölfusárbrú og horfir þar til norðurs yfir ána neðan við brúnna.
Fyrr í vikunni kallaði Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands eftir því að vefmyndavélar yrðu settar upp við ána og voru eigendur Bíóhússins fljótir að svara því ákalli. Von er á fleiri vélum í loftið fyrir vikulokin en Almannavarnaráð Árborgar hefur meðal annarra haft það til skoðunar að setja upp vélar við ána.
UPPFÆRT 19.1: Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlandshefur í samstarfi við Blástein byggingarverktaka og EFLU sett upp vefmyndavélar á þak Kaupfélagshússins á Selfossi. Hægt er að skoða vefmyndavélarnar hér að neðan.