Í dag verður vefurinn Verndum Þjórsá opnaður á vefslóðinni www.verndumthjorsa.is. Á vefnum eru upplýsingar um fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir í Þjórsá en þar er Hvammsvirkjun næst á dagskrá.
Í tilkynningu frá aðstandendum vefsins segir að fjölmörgum spurningum sé enn ósvarað um áhrif virkjananna, til dæmis á lífríkið, fyrirsjáanlegt leirfok í héraðinu og möguleg áhrif á fasteignaverð, ferðaþjónustu, landbúnað og matvælaframleiðslu.
Meðal aðstandenda vefsins eru Sól á Suðurlandi, vefritið grugg.is og hópur áhugafólks um verndun Þjórsár og umhverfis hennar.