Í nótt hvessir af austri um leið og skil lægðar koma úr suðri. Frá kl. 7 í fyrramálið má gera ráð fyrir hviðum í Mýrdal og undir Eyjafjöllum sem og í Öræfum við Sandfell allt að 35-40 m/s.
Veðrið verður í hámarki á milli kl. 9 og 11 í fyrramálið, en áfram er síðan útlit fyrir að hvasst verði á þessum slóðum allt til kvölds og varasamir sviptivindar.
Lögreglan á Suðurlandi hvetur vegfarendur til að fylgjast með upplýsingum um færð og veður á meðan skilin ganga yfir fyrri hluta dags. Sérstaklega kann að vera varhugavert að vera á ferðinni undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind, svosem húsbíla og ferðavagna.