Vegfarendur sýni aðgát

Nú er að hefjast vinna við breytingar á Suðurlandsvegi milli Bláfjallavegar og Litlu Kaffistofunnar.

Unnið verður við frágang við Litlu Kaffistofuna og einnig verður akbrautin í austur breikkuð og lagfærð. Búist er við að verkinu ljúki í júlí 2012.

Vegfarendur eru beðnir að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar um hámarkshraða, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Fyrri greinGleði í sauðburði
Næsta greinIngólfur leikmaður 1. umferðar