Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins á Suðurlandi voru kallaðar út laust fyrir klukkan 16:00 í dag eftir að vegkantur gaf sig undan rútu á Skeiða- og Hrunamannavegi, við Gýgjarhólskot.
Í rútunni voru 43 farþegar á öllum aldri, auk bílstjóra og leiðsögumanns.
Töluverður halli var á rútunni en björgunarfólki tókst að koma í hana böndum og halda rútunni stöðugri með hjálp vinnuvéla af nálægum bæjum.
Þegar búið var að tryggja rútuna var mokað frá dyrum hennar og farþegunum hjálpað út hverjum á eftir öðrum. Önnur rúta kom á staðinn til að flytja farþegana á brott. Farþegar rútunnar héldu ró sinni meðan þessu fór fram.
Vegurinn verður lokaður þar til rútan hefur verið fjarlægð.