Á haustfundi Kvenfélags Grímsneshrepps var úthlutað úr Tombólusjóði 2017. Fyrsta úthlutun var 300.000 krónur sem voru afhentar Sjóðnum góða.
Á Grímsævintýrum sem haldin voru 12. ágúst síðastliðinn söfnuðust um 700.000 krónur sem kvenfélagið úthlutar til góðgerðar- og líknarmála.
Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu sem hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum.
Kvenfélag Grímsneshrepps þakkar þeim öllum sem gerðu sér ferð á Grímsævintýrin í sumar.
Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Hvatarblaðsins