Vegum verður jafnvel lokað

Hjálparsveit skáta í Hveragerði stendur/situr vaktina við hringtorgið og lokar upp á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vegagerðin býst við að fjallvegir á Suðurlandi verði á óvissustigi í nótt og fyrramálið og að einhverjum þeirra verði jafnvel lokað.

Mjög hvasst, snjókoma og skafrenningur verður víða á vegum úti í nótt og er gul viðvörun í gildi á þessum tíma á Suðurlandi.

Búast má við að Hellisheiði og Þrengsli verði á óvissustigi og jafnvel lokað frá klukkan 2 í nótt til 10 í fyrramálið og Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði frá klukkan 6 til 11.

Fyrri greinJöfn og spennandi keppni í Suðurlandsdeildinni
Næsta greinÞórsarar komnir í úrslitaleikinn