Starfsemi Set Pipes GmbH í Þýskalandi, dótturfélags Set ehf. á Selfossi, hefur farið hægt af stað á því rúma ári sem verksmiðjan hefur verið í gangi.
Að sögn Bergsteins Einarssonar, framkvæmdastjóra Set ehf., hefur fyrirtækið mætt harðri samkeppni og hefur þurft að yfirstíga ýmsar hindranir í þessari tilraun sinni til að hefja starfsemi erlendis.
Útflutningur frá Þýskalandi hefur hins vegar gengið mun betur og verkefni á Norðurlöndunum hafa skipt töluverðu máli. Útflutningur frá Selfossi hefur um leið þrefaldast að verðmæti frá því 2010 og er það að sögn Bergsteins fyrst og fremst vegna markaðsstarfsins ytra.
,,Þetta kemur sér vel og nær aukningin að vega upp áframhaldandi samdrátt á heimamarkaði,” sagði Bergsteinn í samtali við Sunnlenska.