Veiði í Veiðivötnum hófst í gær kl. 15. Þrátt fyrir leiðindaveður, kulda, rok og rigningu, urðu menn víða varir við fisk og sumir veiddu ágætlega, til dæmis í Fossvötnum, Skálavötnunum og Ónýtavatni.
Sex punda fiskar komu á land í Litlasjó og allt að 8 punda fiskar veiddust í Skálavatni og í Hraunvötnum. Menn urðu meira að segja varir við fisk í Grænavatni.
Flestar leiðir eru greiðfærar, þó ennþá skaflar við Eyvík í Litlasjó og við Eskivatnsvað. Vöðin á ánum eru eins og best verður á kosið. Ástand vatna er mjög gott og ís löngu farinn.