Kl. 11:40 í dag fékk lögreglan á Suðurlandi tilkynningu frá vegfaranda við Þingvallavatn að hann hafi séð veiðimann hverfa í vatnið og koma ekki upp aftur.
Þegar var kallað út björgunarlið frá björgunarsveitum, sérsveit ríkislögreglustjóra og frá Landhelgisgæslu.
Kl. 11:57 fengust þær upplýsingar hjá tilkynnanda að hann hefði fundið manninn og væri að koma honum meðvitundarlausum að landi.
Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.
Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.