Veiðin glæðist í Ölfusá

Heldur eykst veiðin í Ölfusá eftir rólega byrjun. Ágæt veiði var í ánni í gær, en þá komu tíu laxar á land. Þangað til höfðu aðeins veiðst þrettán fiskar í ánni frá opnun hennar þann 24. júní sl.

Að sögn veiðimanna í ánni í gær lítur hún talsvert betur út en verið hefur og hreinsað sig mikið.

Á myndinni eru tveir reynslukappar, þeir Bogi Karlsson og Gunnar Egilsson sem náðu sitthvorum laxinum úr Ölfusánni í gær. Hrygna Boga var heldur stærri, eða 6,1 kíló en hún fékkst á miðsvæðinu, svokallaða.

Fyrri greinKvöldvaka á bryggjunni í kvöld
Næsta greinHvammsvirkjun gæti verið gangsett 2019