Veiði hefur farið vel af stað í Ölfusá en frá því áin opnaði þann 20. júní eru 49 laxar komnir á land.
Þrátt fyrir góða veiði hefur enginn slegið fyrsta laxi sumarsins við hvað stærð varðar, en hann var 14 pund. Flestir laxarnir eru á bilinu 5-6 pund.
Á síðasta ári veiddust 436 laxar á ánni og þurfti að leita langt aftur til að finna sambærilegar tölur. Menn vonast til að 500 laxa múrinn verði rofinn í sumar.