Eftir rólega byrjun hefur veiðin í Veiðivötnum lagast mikið samanborið við undanfarin ár. Nú er veiðin vel yfir meðaltali á þessum tíma sumars.
Í 5. viku veiddust 2.250 fiskar. Mest veiddist í Litlasjó, 504 fiskar, og er hann allur að koma til samhliða hækkandi vatnshita. Langavatn, Nýjavatn og Skyggnisvatn gáfu einnig góða veiði.
Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin upp í 12.953 fiska sem verður að teljast mjög góð veiði.
Hæst meðalþyngd er í Ónefndavatni og Grænavatni 3,0-3,5 pd.
Veiðimenn eru hvattir til að taka með sér ís að heiman til að kæla aflann. Allir aðgengilegir skaflar eru nú horfnir á Veiðivatnasvæðinu.
Fastur opnunartími í Veiðivötnum
Ákveðið hefur verið að frá og með næsta sumri, 2012, hefjist veiðitímabilið í Veiðivötnum kl. 15 þann 18. júní. Fram að þessu var ávallt miðað við að tímabilið byrjaði á föstudegi.