Veiði í Veiðivötnum hófst þann 18. júní en eftir rólega byrjun í köldu veðri fyrstu tvo dagana eru vötnin öll að koma til.
Í fyrstu veiðivikunni veiddust 2.164 fiskar, 1.067 urriðar og 1.097 bleikjur. Mest veiddist í Langavatni 448 fiskar og í Stóra Fossvatni 394 fiskar. Litlisjór var að þessu sinni í þriðja sæti með 251 fisk.
Þyngsti fiskurinn kom úr Hraunvötnum og vóg hann 10,2 pund. Tíu punda fiskur kom á land í Ónefndavatni og 9 punda í Litlasjó. Meðalþyngd fiska úr vötnunum er 2,23 pd sem telst mjög gott. Hæst er meðalþyngd 5,3 pd í Ónefndavatni.