Veiðimaður féll í Úlfljótsvatn

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björgunarsveitir í Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út um kl. 17:30 í dag vegna erlends veiðimanns sem misst hafði fótfestu og fallið í Úlfljótsvatn skammt frá Steingrímsstöð.

Búið er að ná manninum í land og er verið að flytja hann til Reykjavíkur.

Lögreglan á Suðurlandi veitir ekki upplýsingar um líðan mannsins að svo komnu máli.

Fyrri greinEngin tilboð í brúarsmíði í Öræfum og Suðursveit
Næsta greinÓskar sigraði í traktoratorfærunni