Kvenfélögin í Mýrdal buðu til kaffiveislu í Leikskálum í Vík gær í tilefni af Degi kvenfélagskonunnar.
Fjöldi gesta mætti og svignuðu borðin undan kræsingunum. Meðal annars skemmtu Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir og Guðbjörg María Lorange frá félagsmiðstöðinni OZ í Vík gestum en þær eru komnar í úrslit söngvarakeppni Samfés.
1. febrúar, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, var formlega gerður að Degi kvenfélagskonunnar á 80 ára afmæli KÍ árið 2010.
Var það gert til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil og löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.