Grímsnes- og Grafningshreppur veitir nú 20% afslátt af leikskólagjöldum ef annað foreldri er í námi en 40% afslátt ef báðir foreldar eru í námi og skráðir í sambúð.
„Það kom fyrirspurn um hvort við veittum slíkan afslátt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, oddviti, í samtali við Sunnlenska. „Við fólum sveitarstjóra að skoða hvernig þessi mál væru hjá nágranna sveitarsveitarfélögum okkar og í kjölfarið ákváðum við að veita slíkan afslátt.“
Veittur er 20% afsláttur af grunngjaldi leikskólagjalda barns ef annað foreldri er í námi en 40% afslátt ef báðir foreldrar eru í námi og eru skráðir í sambúð. Námið þarf að vera lánshæft samkvæmt viðmiðunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.