Veittist að ungri konu

Klukkan 3:52 aðfaranótt laugardags barst tilkynning til lögreglu að maður hafi veist að ungri konu við skemmtistaðinn Frón á Selfossi.

Fyrir utan skemmtistaðinn kom til orðaskipta á milli hennar og karlmanns sem hún lýsti sem tæplega 180 sm háum með dökkt snoðklippt hár og enskumælandi, líklega pólskur.

Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem veitt geta upplýsingar um þetta atvik að hafa samband í síma 444 2000 eða í tölvupósti á sudurland@logreglan.is.

Fyrri greinFéll í 96°C heitt vatn
Næsta greinVelti snjósleða tvívegis