Vel fylgst með skjálftum í Mýrdalsjökli

Vík í Mýrdal og Mýrdalsjökull. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Á fjórða tímanum í nótt urðu nokkrir jarðskjálftar í Mýrdalsjökli, sá stærsti 3,1 að stærð klukkan 3:45. Rétt fyrir hádegi í dag byrjaði svo að skjálfa aftur og klukkan 11:53 varð skjálfti að stærðinni 3,4.

Upptök skjálftanna eru á 100-200 m dýpi í miðri Kötluöskjunni.

„Það er búið að vera meiri skjálfta­virkni í Mýr­dals­jökli en venju­lega, en það er líka búið að vera mun hlýrra held­ur en hef­ur verið. Við fylgj­umst vel með hver þró­un­in verður,“ seg­ir Lovísa Mjöll Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Fyrri greinKatla María fór á kostum gegn HK
Næsta greinVarnarsigur gegn Gróttu á Nesinu