Vel heppnuð skoðunarferð

Um fimmtíu manns fóru í skoðunarferð um Suðurstrandarveg til Grindavíkur í gær en ferðin var farin í tilefni af vígslu vegarins í vikunni.

Ómar Smári Ármannsson fór fyrir hópnum, sagði sögur og fræddi gesti á leiðinni en síðan var tekið vel á móti hópnum í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavikur.

Grindvíkingum var sömuleiðis boðið til Þorlákshafnar um helgina en í dag verður opin sýning og bókamarkaður á Bæjarbókasafni Ölfuss kl. 15:30-17:00. Í Herjólfshúsinu við bryggjuna verður opið frá 11:00-18:00 og eftir kl. 14 verður góð stemmning á bryggjunni og ýmislegt í boði.

Fyrri greinLífræni markaðurinn á Engi slær í gegn
Næsta greinElskulegi Eyrarbakki