Vélsleðaslys á Lyngdalsheiði

Björgunarsveitir í Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna slyss á Lyngdalsheiði. Sá slasaði er vélsleðamaður sem ók fram af klettabrún þar sem fallið var 3-4 metrar.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu er maðurinn með opið beinbrot á handlegg.

Erfitt er að komast akandi alla leið á slysstaðinn og því taka björgunarsveitir með sér vélsleða til að komast síðasta spölinn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og var áætlað að hún myndi lenda á slysstaðnum nú um kl. 14:30.

Fyrri greinDagný semur við Selfyssinga
Næsta grein„Býst við að hálf Hella mæti“