Landhelgisgæslunni barst kl. 16:10 beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um þyrluaðstoð vegna vélsleðaslyss sem varð við Skálpanes sunnan í Langjökli.
Talið er að hinn slasaði sé fótbrotinn.
Þegar útkallið barst var TF-LÍF var þá að lenda við skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið við leitina á Sólheimajökli og var TF-GNA strax gerð klár fyrir útkallið og fór í loftið skömmu síðar.
Áætlað er að þyrlan lendi aftur við Landspítalann í Fossvogi á næstu mínútum.