Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrir skömmu vegna vélsleðaslyss í Veiðivötnum.
Samkvæmt nýjustu upplýsingum er talið að einn sé slasaður, en fyrstu tilkynningar gerðu ráð fyrir fleiri slösuðum. Viðbragðsaðilar eru á leið á slysstað.
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu RÚV að nokkrir hópar björgunarsveita af Suðurlandi og uppsveitum Árnessýslu hafi einnig verið kallaðar út. Þá er snjóbíll í viðbragðsstöðu.
Sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eru einnig á leið á vettvang.