Rétt fyrir klukkan tvö í dag fékk Neyðarlínan tilkynningu um óhapp á vélsleða við Háskerðing, norðan Mýrdalsjökuls. Þar var á ferð hópur björgunarsveitarfólks, þegar einn velti sleða sínum.
Þyrla Landhelgisæslunnar ásamt björgunarsveitum voru kallaðar til. Sleðahópur frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík var skammt undan og hélt þegar á slysstað.
Þyrlan var einnig á flugi ekki langt frá slysstað og var því fljót á staðinn. Maðurinn var fluttur með þyrlunni á sjúkrahús á Selfossi en upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir.