Veltan dróst saman um hálfan milljarð króna á milli ára

Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls var 57 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á Suðurlandi í apríl síðastliðnum. Heildarveltan í mánuðinum var hálfum milljarði króna minni en undanfarin tvö ár.

Heildarveltan á Suðurlandi var tæplega 1,8 milljarðar króna sem er 500 milljónum króna minna en í aprílmánuði undanfarin tvö ár. Ellefu samningar voru um eignir í fjölbýli, 32 samningar um eignir í sérbýli og 14 samningar um annars konar eignir. 

Af þessum 57 samningum voru 39 samningar um eignir í Árborg, Hveragerði og Ölfusi. Á Árborgarsvæðinu var heildarveltan rúmlega 1,3 milljarðar króna sem er 180 milljónum króna minna en í fyrra og 290 milljónum króna minna en árið 2018.

Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum Þjóðskrár Íslands um fasteignamarkaðinn utan höfuðborgarsvæðisins í apríl 2020.

Fyrri greinSóttu slasaða konu við Hvannadalshnjúk
Næsta greinTakmarkanir við Skógafoss vegna efnisflutninga