Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar, er áfallinn kostnaður vegna nýja Barnaskólans á Stokkseyri nú 650.270.812 krónur.
Þar af eru verðbætur 108.336.810 krónur og aukaverk samþykkt af verkkaupa 12.146.126 krónur. Upphafleg samningsfjárhæð, fyrir utan verðbætur, var 477.300.001 kr. Verðbætur voru því ríflega 22% af kostnaðaráætlunni.
Eins og áður hefur komið fram í Sunnlenska greiddi tryggingafélag verktaka sveitarfélaginu 47.730.100 krónur þegar verktaki komst í greiðsluþrot. ,,Því má segja að Sveitarfélagið Árborg hafi greitt úr sínum sjóðum um 4,7 mkr. umfram það sem samningurinn með verðbótum og samþykkt aukaverk kveða á um, en hafa ber í huga að sveitarfélagið hafði haldið eftir af greiðslum til verktaka nokkrum milljónum króna sem geymslufé þegar verkið stöðvaðist og ganga þeir fjármunir upp í þessa fjárhæð,“ segir Ásta.
Endanlegur kostnaður við barnaskólann líklega liggja fyrir í nóvember þegar öllum frágangi við skólann er lokið.