Aðfaranótt sunnudags var brotist inn í sendibíl við Kambahraun í Hveragerði og stolið tækjum að verðmæti 2-4 milljónum króna.
Innbrotið átti sér stað milli kl. 1:00 og 9:30 aðfaranótt sl. sunnudags. Bíllinn, sem er af gerðinni Renault Kangoo, stóð við Kambahraun 54 í Hveragerði.
Í bifreiðinni voru mörg verðmæt tæki sem öllum var stolið. Meðal þess sem hvarf var Garmin GPS, loftnetsmælir, ljósleiðaratengivél, fartölva, bor- og fleygvél, rafhlöðuborvélar og ýmiss konar mælitæki. Verðmæti þýfisins er talið geta verið á bilinu tvær til fjórar milljónir.
Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010.