Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti fyrir skömmu að taka þátt í hækkun hlutafjár Hótels Flúða ehf., sem ákveðin var á aðalfundi félagsins í desember sl.
Þannig er eignarhlutur sveitarfélagsins í hótelinu upp á 11% varinn.
Kostnaður við þetta er áætlaður 1.650.000 krónur og verður þeim útgjöldum mætt með lækkun á rekstarhagnaði sveitarfélagsins skv. fjárhagsáætlun.