Að sögn Magneu Jónasdóttur hjá Dalakaffi í Reykjadal hafa viðtökurnar fyrstu daganna verið frábærar. Dalakaffi opnaði formlega fyrir stuttu en húsið er staðsett við hina vinsælu gönguleið í Reykjadal, inn af Hveragerði.
Magnea sagðist hafa rennt blint í sjóinn með aðsókn en hafði þó séð mikla þörf fyrir veitingasölu og snyrtiaðstöðu á svæðinu en hún býr þarna skammt frá.
„Við höfðum ætlað okkur að hafa opið fram til 15. október en nú er hugsanlegt að við verðum að endurskoða það,” sagði Magnea en aðsóknin að gönguleiðunum upp af Reykjadal og um Hellisheiði virðist vera stöðugt vaxandi.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.