Verk og tæki bauð lægst í Hamarsveg

Vegagerð. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Verk og tæki ehf á Selfossi átti lægsta tilboðið í endurbætur á Hamarsvegi í Flóahreppi sem vinna á í sumar.

Um er að ræða styrkingu  og klæðningu á veginum á tæplega tveggja kílómetra kafla frá Villingaholtsvegi að Skálarimavegi.

Tilboð Verks og tækja hljóðaði upp á tæpar 32,4 milljónir króna og var 95% af áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem hljóðaði upp á 35,9 milljónir króna.

Borgarverk ehf bauð 34 milljónir króna í verkið og Mjölnir 34,5 milljónir króna.

Verkinu á að vera lokið þann 15. september næstkomandi. 

Fyrr í sumar var byrjað að bæta veginn frá Félagslundi að Hamarshjáleigu og á því verki að vera lokið í dag, 1. ágúst.

Fyrri greinTombólan í Grímsnesi fellur niður í fyrsta skipti í 94 ár
Næsta greinKviknaði í sumarbústað útfrá einnota grilli