Ágæt þátttaka var í 1. maí göngu á Selfossi í morgun en gengið var frá Tryggvatorgi að SASS-húsinu undir yfirskriftinni "Aukum atvinnu – bætum kjörin".
Hestamenn úr Sleipni fóru fyrir göngunni ásamt Lúðrasveit Selfoss. Ræðumaður dagsins er Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar. Gunnlaugur Bjarnason, nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands flutti einnig hugleiðingu og Karlakór Selfoss og Björgvin Franz Gíslason skemmtu gestum.
Félag iðn- og tæknigreina, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Verslunarmannafélag Suðurlands og Báran, stéttarfélag standa fyrir dagskrá dagsins á Selfossi.