Ótímabundið verkfall hefst á leikskólanum Óskalandi í Hvergerði á morgun, mánudag. Samningafundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk um klukkan tíu í kvöld án þess að samningar næðust.
Kennarar á Óskalandi eru þeir einu á Suðurlandi sem fara í verkfall en þrettán aðrir leikskólar og sjö grunnskólar víða um land fara í verkfall.
Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sagði eftir fundinn í kvöld að óljóst sé hvenær boðað yrði til næsta fundar.
„Það þótti ekki tilefni til að boða til annars fundar að svo stöddu,“ sagði hann í samtali við RÚV.