Kennarar á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði hafa samþykkt að fara í ótímabundið verkfall frá og með 10. desember, hafi samningar ekki náðst.
Verkföll voru samþykkt í níu öðrum leikskólum á landinu á sama tíma og segir í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands að aðgerðirnar hafi verið samþykktar með nær öllum greiddum atkvæðum. Kjörsókn var mjög góð í þessum skólum, á bilinu 94% til 100%.
Félagsmenn Kennarasambandsins hafa á þessari stundu samþykkt aðgerðir í 27 skólum. Þar á meðal hefur félagsfólk KÍ í Fjölbrautaskóla Suðurlands verið í verkfalli síðan 29. október og stendur það til 20. desember næstkomandi, hafi samningar ekki náðst.