Framkvæmda- og veitustjórn Árborgar samþykkti áætlun um uppbyggingu og framkvæmdir á Eyrarbakka á fundi sínum í vikunni.
Á næsta ári verður gangstétt á Eyrargötu, frá Álfstétt að Háeyrarvegi, endurnýjuð beggja megin og sömuleiðis verður götulýsing endurnýjuð.
Árið 2013 er stefnt að því að Eyrargata verði endurskoðuð á um 150 m löngum kafla frá húsinu Ingólfi í austri, að Hraungerði í vestri. Gatan og svæðið norðan megin götu verður tekið fyrir ásamt umhverfi kirkjunnar og Hússins.
Eyrargata verður síðan endurbyggð sem vistgata frá Háeyrarvegi að Ingólfi árið 2014.
Á árunum 2015 til 2017 er síðan stefnt að frágangi á Einarshafnarhverfinu samkvæmt deiliskipulagi og endurnýjun á vegghleðslum.
Framkvæmda- og veitustjórn mun kynna þessa áætlun fyrir hverfaráði Eyrarbakka.