Skipulagsstofnun hefur samþykkt matsáætlun vegna kísilmálmverksmiðju sem fyrirtækið Thorsil ehf hyggst reisa vestan við Þorlákshöfn.
Gangi áætlanir eftir verður verksmiðjan tekin í gagnið eftir þrjú ár. Sótt verður um starfsleyfi um mitt þetta ár og vonir bundnar við að umhverfismat liggi fyrir í haust.
Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er áætlaður um 34 milljarðar króna og eru það fyrst og fremst þýskir bankar sem munu fjármagna byggingu hennar.
Í matsáætluninni kemur fram að um 400 manns vinni við uppsetningu hennar.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT