„Það er greinilega minna í buddunni hjá fólki og því er minni verslun, við finnum það mjög greinilega.“
Þetta segir Kolbrún Markúsdóttir, forsvarsmaður Samtaka verslunar og þjónustu í Árborg, í samtali við Sunnlenska.
„Þá eru stóru verslunarkeðjurnar að taka mjög mikið frá litlu verslununum og síðan er fólk að versla mikið í útlöndum og í gegnum netið,“ segir Kolbrún.
Athygli vekur hversu hratt sérverslunum fækkar á Selfossi og mikið pláss er nú ónotað við tvær helstu verslunargöturnar. Fossraf við Eyraveg 21 hefur lokað verslun sinni og þar eru um 100 fermetrar lausir til leigu. Þá hefur Vogue við Eyraveg 15 verið lokað og sömuleiðis Versluninni Íris í Kjarnanum, en þar urðu eigendaskipti í fyrra. Einnig hefur verslunarrýmið við Austurveg 58 staðið autt í nokkra mánuði eftir að ísbúð og verslanir í húsinu lokuðu.
Sjá nánari umfjöllun í Sunnlenska fréttablaðinu