Beiðnum um nauðungarsölur hjá sýslumanninum í Árnessýslu fækkaði verulega á milli ára en þær voru 1.025 árið 2010.
Þær voru 1375 árið 2009 og hafði þannig fækkað um tæp 34% á milli ára. Framkvæmdum nauðungarsölum hafði hins vegar fækkað um 5% milli ára.
Að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns, er augljóst að bankastofnanir hafa að einhverju leyti haldið að sér höndum en hann sagðist ekki treysta sér til að segja til um hvort það skýrði breytinguna að öllu leyti.
Ljóst væri þó að stofnun embættis Umboðsmanns skuldara hefði áhrif því mörg mál myndu færast þangað.