Tap varð af rekstri Hveragerðisbæjar upp 47 milljónir króna á síðasta ári, sem er umfram það sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en þar var gert ráð fyrir 20,5 milljóna króna tapi.
Ef aðeins er litið til A hluta þá varð rekstrarniðurstaðan neikvæð um rúmar 72 milljónir króna.
Rekstrartekjur bæjarins, samkvæmt A og B hluta, urðu ríflega 105 milljónum króna hærri en gert var ráð fyrir og munar þar mest um hækkun á framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna sem varð um 70 milljónum króna hærra en áætlanir sögðu til um.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu