Vetrarstarfið að hefjast

Vetrarstarf Lionsklúbbs Hveragerðis er nú að hefjast og ný stjórn tekin við.

Hana skipa Rögnvaldur Pálmason ritari, Júlíus Kolbeins formaður og Sveinn Kr. Sigurðsson gjaldkeri.

Klúbburinn, sem stofnaður var 22. janúar 1970, stendur fyrir nokkrum verkefnum yfir veturinn m.a. árlegum Jóladansleik á Hótel Örk, pökkun á minningarkortum Lionshreyfingarinnar, sem og tilfallandi söfnunum.

Félagarnir borða saman, ferðast nokkuð og fá fyrirlesara á fundi – allt í þeim tilgangi að fræðast um leið og þeir láta eitthvað gott af sér leiða fyrir samfélagið.

Klúbburinn hefur nú opnað síðu á Facebook og má þar fræðast nánar um starfsemina.

Fyrri greinSýning Unnar út september
Næsta greinVissu ekki um nýtt starf