Vettvangsstjóranámskeið á Selfossi

Fyrr í apríl hélt almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vettvangsstjóranámskeið á Selfossi.

Námskeiðið var haldið að beiðni almannavarna Árnessýslu. Um 30 manns voru á námskeiðinu og komu þátttakendur frá viðbragðsaðilum og sveitarfélögum á svæðinu. Vettvangsstjóranámskeiðin eru samvinnuverkefni almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans, Lögregluskóla ríkisins, Slysavarnaskóla Landsbjargar og Brunamálaskólans.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist haldgóða þekkingu á SÁBF verkþáttaskipuritinu og kunni að nota það við stjórnun og samhæfingu aðgerða á slysavettvangi. Þá er kynnt það almannavarnarskipulag sem notað er hér á landi og viðbragðsaðilar jafnframt þjálfaðir í að nota það á vettvangi þar sem reynir á stjórnun alvarlegra og umfangsmikilla atburða.

Fyrri greinHreppurinn eignast Þjórsárdalslaug
Næsta greinHelgi Valur, Jónas Sig og Valdimar á 800Bar