Hveragerðisbær hefur um skeið notað sérstakt saltblandað vatn til þrifa í helstu stofnunum bæjarins með góðum árangri.
Saltvatnið er rafgreint í búnaði sem ber nafnið Toucan, frá fyrirtækinu Centreco í Bretlandi. Með þeirri tækni sem þróuð hefur verið af fyrirtækinu er hægt að nota hefðbundið salt blandað við vatn til þrifa og sótthreinsunar.
Við rafgreindina verður blandan að einhverskonar klórvatni. Í Hveragerði hefur efnið verið notað til þrifa í leikskólanum, grunnskólanum, sundlauginni og víðar með góðum árangri, utan þess að kostnaðurinn við þrif hefur minnkað og efnið er fullkomlega náttúrulegt og mengar ekki.
Á dögunum veitti framkvæmdastjóri Centerco Hveragerðisbæ viðurkenningu fyrir að vera fyrsta sveitarfélagið til að nota efnið í þrifum í öllum sínum stofnunum.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.