Djúp lægð kom upp að landinu í síðustu viku með vestanstormi og höfðu björgunarsveitir í nægu að snúast þann daginn, eins og sunnlenska.is hefur áður greint frá.
Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi er ýmislegt tínt til sem fór á flug í storminum; þakplötur í Ölfusi, þak á húsi í Vík, þakplötur í Ásahreppi og kerra í Hveragerði. Og ein tilkynning barst síðan um trampólín sem var á ferðinni á Eyrarbakka, án þess þó að það ylli tjóni.
„Við sem héldum að þau væru öll fokin nú þegar,“ segir dagbókarritari lögreglu.