Viðgerð lokið í tengivirkinu á Írafossi

Unnið að viðgerð á Írafossi í dag. Ljósmynd/Aðsend

Ljósafosslína 1 er komin aftur í rekstur eftir að eldur kom upp í straumspenni í tengivirki á Írafossi á sjálfa jólanóttina.

Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, gekk viðgerð á Írafossi mjög vel en hún fór fram í dag.

„Við erum búin að skipta út öllum þremur straumspennunum sem til stóð að skipta um og vorum heppin með veður, gátum byrjuðum snemma í morgun og þetta kláraðist í dag. Ljósafosslína er komin í rekstur, rétt í þessum töluðu orðum, og truflunin afstaðin. Það varð ekkert rafmagnsleysi vegna þessa en þegar línan er komin aftur í rekstur eykst afhendingaröryggi á svæðinu aftur,“ sagði Steinunn í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinTvær konur og ungabarn létust í slysinu
Næsta greinBrynja framlengir við Selfoss