Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, skipar 1. sætið á framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Framboðslistinn var samþykktur á fundi kjördæmisráðs á Eyrarbakka í gærkvöldi. Í 2. sæti er Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og 3. sætið skipar Sverrir Bergmann, söngvari í Reykjanesbæ.
„Það er mikill hugur í Samfylkingarfólki á Suðurlandi. Við ætlum að keyra á samstöðu. Jákvæð og stórhuga stjórnmál eru sterkasta svarið við sundrungu og upphlaupum annarra flokka,“ sagði Víðir að loknum fundinum í gærkvöldi.
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi:
1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra
2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu
3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi
5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði
6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum
7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi
8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu
9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags
10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar
11. Renuka Chareyre Perera – starfsmaður MS
12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari
13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi
14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia
15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður
16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra
17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu
18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður
20. Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður