Víðir Óskarsson, yfirlæknir á bráða- og slysamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi, er nýr svæðislæknir sóttvarna í Árborg og uppsveitum Árnessýslu.
Hann tekur við af Sigurjón Kristinssyni, sem sinnt hefur því starfi síðastliðin ár.
Víðir útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands árið 1990. Í kjölfarið stundaði hann sérnám í heimilislækningum í Noregi og starfaði að því loknu sem heimilislæknir og síðar yfirlæknir á heilsugæslunni í Vestmannaeyum. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni á Selfoss og hefur starfað þar síðan sem heimilislæknir og frá 2011 sem yfirlæknir bráða- og slysamóttöku HSU á Selfossi eða frá stofnun hennar.
Á Suðurlandi eru nú fjórir svæðislæknar sóttvarna sem heyra undir Elínu Freyju Hauksdóttur, umdæmislækni sóttvarna á Suðurlandi og yfirlækni á Höfn. Þeir eru auk Víðis; Björn G. S. Björnsson, yfirlæknir í Rangárþingi, Davíð Egilsson, yfirlæknir í Vestmannaeyjum og Ómar Ragnarsson, yfirlæknir í Hveragerði og Þorlákshöfn.