Viðreisn velur uppstillingu

Ljósmynd/Stjórnarráðið

Landshlutaráð Viðreisnar í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að notast við uppstillingu við skipan á lista fyrir Alþingiskosningarnar í haust.

Uppstillingarnefnd mun því stilla upp lista samkvæmt reglum sem stjórn Viðreisnar setur. Framboðslistinn verður síðan borinn undir landshlutaráð og stjórn Viðreisnar til samþykktar.

Í tilkynningu frá Viðreisn segir að flokkurinn vilji gæta fyllsta jafnréttis kynjanna og endurspegla fjölbreytni mannlífs í framboðslistum sínum. Stjórn Viðreisnar hefur ákveðið að auglýsa eftir áhugasömu fólki til að starfa með flokknum og taka sæti á listum hans.

Viðreisn náði ekki manni inn á þing í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum.

Fyrri greinEkkert samfélagssmit á Suðurlandi síðasta mánuðinn
Næsta greinSafnað fyrir börn og fjölskyldu Freyju