Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson frá Selfossi byrjaði á síðasta ári að flytja inn sótthreinsibrúsa sem kallast X-Mist sem hafa heldur betur slegið í gegn.
„Vinur minn kom að máli við mig síðasta sumar og kynnti þetta fyrir mér. Varan var upphaflega hugsuð inn í skurðstofur, tannlæknastofur og flugvélar,“ segir Ingó í samtali við sunnlenska.is.
„Með breyttu heimsástandi var virkilega spennandi að flytja inn þetta efni. Þetta byrjaði allt í Skotlandi þegar efnafræðingur, sem vinur minn tengist, fann upp lífrænt efni sem er jafnsterkt og Rodalone.“
Sótthreinsun sem veitir vikuvörn
„X-Mist er úðalausn með bílabrúsa sem eyðir allri lykt og og drepur það sem veldur lyktinni. Svo er Room sprey sem gerir öll svæði fullkomlega steril í vikutíma gegn veirum og bakteríum auk þess að eyða öllu myglugró úr lofti.“
„Auk þess er þriðja varan X-Mist lyktareyðir sem veitir vörn út daginn, betur en spritt auk þess að innihalda sílikon sem kemur í veg fyrir þennan klassíska handþurrk sem sprittið veldur,“ segir Ingó.
Gegn vondri lykt og myglu
„X-Mist getur nýst víða í dag gegn vondri lykt og myglu auk þess að gera 25 fermetra svæði örugg í vikutíma. Einnig getur X-Mist sparað fyrirtækjum mikinn kostnað á einfaldan hátt,“ segir Ingó og bætir því við að allir sölustaðir X-Mist komi jafnóðum inn á www.xmist.is en einnig getur fólk haft beint samband við Takk Hreinlæti sem eru dreifingaraðilar.
„Viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar og þeir sem prófa hafa helst ekkert viljað nota neitt annað hjá sér,“ segir Ingó.
Spennandi tímar framundan
„Við erum að skoða allskonar spennandi möguleika sem tengjast spennandi vörum. Núna erum við þó að einblína á töluvert víðtækari dreifingu á efninu, þar sem taflan sem þetta er búið til úr drepur til að mynda listeríu á lífrænan hátt. Ég vona að sem flestir gefi þessu séns því það verður enginn fyrir vonbrigðum,“ segir Ingó að lokum.