Veðurstofan hefur framlengt appelsínugula viðvörun fyrir Suðausturland vegna úrhellis rigningar í kvöld og í fyrramálið.
Viðvörunin gildir nú frá klukkan 17 í dag til klukkan 10 í fyrramálið. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu og leysingu og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum og fráveituskurðum til að forðst vatnstjón.
Á Suðurlandi er í gildi gul viðvörun frá hádegi í dag til klukkan 8 í fyrramálið vegna storms og rigningar. Varasöm akstursskilyrði verða vegna vinds og einnig hálku þar sem blaut svell eru á vegum.